— Morgunblaðið/Golli
Guðrún Kristín Jóhannesdóttir , sem er átta ára, og Ægir Benediktsson , sem er níu ára, æfa sund hjá Sundfélaginu Ægi. Af hverju fóruð þið að æfa sund? Krakkarnir: Af því okkur finnst svo gaman í sundi. Af hverju er það gaman?
Guðrún Kristín Jóhannesdóttir , sem er átta ára, og Ægir Benediktsson , sem er níu ára, æfa sund hjá Sundfélaginu Ægi.

Af hverju fóruð þið að æfa sund?

Krakkarnir: Af því okkur finnst svo gaman í sundi.

Af hverju er það gaman?

Ægir: Ég hef bara alltaf haft gaman af að fara í sund.

Hvað eruð þið búin að æfa lengi?

Guðrún: Ég er búin að æfa í eitt ár.

Ægir: Ég er búinn að æfa í þrjú ár en áður en ég fór að æfa lék ég mér alltaf í sundi og fór á sundnámskeið.

Voruð þið þá orðin flugsynd þegar þið byrjuðuð?

Guðrún: Já.

Hvað æfið þið oft í viku?

Krakkarnir: Fjórum sinnum.

Hafið þið tekið þátt í sundkeppnum?

Krakkarnir: Já, nokkrum.

Hvernig hefur gengið?

Krakkarnir: Bara vel.

Í hvaða sundgreinum gengur ykkur best?

Ægir: Baksundi og bringusundi.

Guðrún: Mér finnst bringusund best og svo finnst mér líka gaman í flugsundi af því að þá dríf ég miklu lengra.

Ægir: Mér finnst flugsund erfiðast af því mér finnst erfitt að lyfta upp höndunum.