Heimurinn skoðaður.
Heimurinn skoðaður. — Morgunblaðið/Ásdís
Við daglega iðkun innhverfrar íhugunar, upplifir iðkandinn tæra vitund, kyrrláta uppsprettu orku og greindar, sem liggur til grundvallar starfsemi hugans. Huganum opnast ótakmarkað grunneðli sitt.

Við daglega iðkun innhverfrar íhugunar, upplifir iðkandinn tæra vitund, kyrrláta uppsprettu orku og greindar, sem liggur til grundvallar starfsemi hugans. Huganum opnast ótakmarkað grunneðli sitt. Með tímanum verður upplifun þessi fyllri og greinilegri við reglulega iðkun innhverfrar íhugunar. Maharishi lýsir tærri vitund sem sviði allra möguleika, uppsprettu orku og greindar.

Innhverf íhugun

Íslenska íhugunarfélagið var stofnað árið 1974 sem hluti af alþjóðahreyfingu Maharishi Mahesh Yogi. Íhugunarkerfi Maharishi, innhverf íhugun, er einhver áhrifaríkasta tæknin sem völ er á til að öðlast djúpa slökun og uppræta streitu. Innhverf íhugun, sem er iðkuð af rúmlega fjórum milljónum manna um allan heim, er einföld og auðveld huglæg tækni. Áhrifamáttur hennar hefur fengist staðfestur í ljósi fjölda vísindarannsókna sem margar hverjar hafa birst í virtum vísindatímaritum.

Shikar

Þau trúarbrögð sem öðrum fremur grundvallast á valdi gurusins, rekja upphaf sitt til loka 14. aldar í því ríki sem þá hét Punjab og liggur á mörkum norð-vestur Indlands og Pakistans. Á þeim tíma átti sér stað mikil blöndun múslíma og hindúa í Punjab og varð þar til þessi trúarhreyfing sem kallast shikismi. Það er kannski á mörkunum að hægt sé að flokka shika meðal annarra nýtrúarhreyfinga, a.m.k. ef miðað er við 200 ára regluna. En hér er um ný trúarbrögð að ræða sem náðu endanlegri mótun á nýöld. Stofnandi hreyfingarinnar var gúrúinn Nanak (1469-1539) sem einbeitti sér að því að leita uppi og skilgreina nærveru guðs í lífinu hér og nú.

Ananda Marga

Hreyfingin var stofnuð í Bihar á Indlandi árið 1955. Stofnandi og gúrú hennar er Shrii Anandamurti. Hreyfingin nær nú um allan heim og er mjög vel skipulögð og vandlega stýrt. Nýir meðlimir eru teknir inn í gegnum kynni af eldri félögum. Hreyfingin leggur mikla áherslu á hugleiðslu, yoga. Í hugleiðslunni er notuð töfrum hlaðin setning (mantra). Hún er endurtekin oft til að hreinsa meðvitundina og undirbúa farveginn fyrir það sem kallast æðri meðvitund.

www.speki.net

Ýmis speki