BÍLAUMBOÐIÐ Brimborg frumsýnir um helgina nýjan sportjeppa frá Ford. Ford Escape hefur verið á markaði í Bandaríkjunum síðan árið 2000 og notið mikilla vinsælda.

BÍLAUMBOÐIÐ Brimborg frumsýnir um helgina nýjan sportjeppa frá Ford. Ford Escape hefur verið á markaði í Bandaríkjunum síðan árið 2000 og notið mikilla vinsælda. Nú kemur þessi jeppi með nýrri, kraftmikilli en mun sparneytnari vél sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Vélin er 2,3 lítra og skilar 153 hestöflum. Eldsneytiseyðsla er um 10,6 lítrar á hundraðið.

Aðrar mikilvægar breytingar eru þær, að fjórhjóladrifið er skynvætt og getur metið akstursaðstæður 200 sinnum á sekúndu. Kerfið bregst við og færir afl til þeirra hjóla sem hafa best grip. Þetta eykur öryggi, ekki síst í hálku og þar sem stakir hálkublettir eru á vegum. Veghæðin er um 20,3 sentimetrar undir lægsta punkt

Öryggismál hafa verið tekin föstum tökum og eru öryggispúðarnir skynvæddir að því leyti að þeir blásast aðeins út ef kerfið telur þörf á því.