Keflavík | Samkomulag náðist um einn lista við kjör stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík á aðalfundi sem haldinn var í Stapanum síðdegis í gær. Þrír nýir menn koma í stjórn.

Keflavík | Samkomulag náðist um einn lista við kjör stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík á aðalfundi sem haldinn var í Stapanum síðdegis í gær. Þrír nýir menn koma í stjórn.

Óskað var eftir hlutfallskosningu við stjórnarkjör í byrjun vikunnar og tveir listar komu fram, listi stjórnar og annað framboð. Forystumenn Sparisjóðsins leituðu sátta og á aðalfundinum í gær voru báðir listarnir dregnir til baka og einn listi lagður fram. Var hann sjálfkjörinn.

Í stjórn eru Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Karl Njálsson, útgerðarmaður, og Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Karl var í fráfarandi stjórn en Guðjón og Kristján eru nýir fulltrúar. Í varastjórn voru kosnir Eðvarð Júlíusson, formaður Lífeyrissjóðs Suðurnesja, Árni Björgvinsson starfsmaður Sparisjóðsins og Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra.

Sveitarfélögin skipa tvo menn til viðbótar í stjórn. Óskar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Sandgerðis, tók þar sæti á aðalfundinum. Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, er þar fyrir.

Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn verður síðar.