FÉLAGSMENN í Samtökum iðnaðarins (SI) skiptast í jafnstórar fylkingar þegar spurt er hvort þeir séu hlynntir aðild að ESB eða andvígir henni, 43% í hvorri fylkingu.

FÉLAGSMENN í Samtökum iðnaðarins (SI) skiptast í jafnstórar fylkingar þegar spurt er hvort þeir séu hlynntir aðild að ESB eða andvígir henni, 43% í hvorri fylkingu. Hins vegar segjast tveir af hverjum þremur félögum í SI telja að taka eigi upp aðildarviðræður en hlutfallið er aðeins lægra meðal almennings eða 63%. Þá reyndust 55% félagsmanna í SI vera hlynnt því að taka upp evru en 37% sögðust vera andvíg því.

Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir SI í upphafi ársins.

Um 72% Íslendinga telja að áhrif EES-samningsins á íslensk samfélag hafi verið jákvæð og rúm 65% telja þau hafa verið jákvæð á eigin lífskjör. Aðeins 11% telja áhrif samningsins á eigin lífskjör vera neikvæð.

Könnunin var gerð í janúar og febrúar og náði til 1.350 manna slembiúrtaks úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 63%.