Keflavík | Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á verkum Árna Johnsen í Gryfjunni í Duushúsum í Keflavík um viku. Sýningu Carlosar Barao í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar lýkur á morgun, sunnudag.

Keflavík | Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu á verkum Árna Johnsen í Gryfjunni í Duushúsum í Keflavík um viku. Sýningu Carlosar Barao í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar lýkur á morgun, sunnudag.

Portúgalski listmálarinn Carlos Barao sýnir þrettán verk í Listasafni Reykjanesbæjar. Síðasti sýningardagur er á sunnudag og af því tilefni er aðgangur endurgjaldslaust um helgina. Sýningin er opin frá kl. 13 til 17 báða dagana Á morgun hefjast tónleikar í salnum klukkan 16 og er selt inn á þá.

Sýningu Árna Johnsen í Gryfjunni í Duushúsum var ætlað að ljúka um næstu helgi en vegna mikillar aðsóknar verður hún framlengd um viku, að því er fram kemur í frétt frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, og stendur hún því til sunnudagsins 21. mars. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 18.

Í Duushúsum er einnig sýningin Bátafloti Gríms Karlssonar og er hún opin alla daga frá kl. 13 til 18.