KAUPHALLARSJÓÐUR (e. ETF eða exchange traded fund) samanstendur af safni verðbréfa sem endurspeglar samsetningu tiltekinnar vísitölu, í þessu tilviki Úrvalsvísitölu Aðallista í Kauphöll Íslands.

KAUPHALLARSJÓÐUR (e. ETF eða exchange traded fund) samanstendur af safni verðbréfa sem endurspeglar samsetningu tiltekinnar vísitölu, í þessu tilviki Úrvalsvísitölu Aðallista í Kauphöll Íslands.

Fjárfestir eignast hlutdeildarskírteini í sjóðnum og getur átt viðskipti með það í kauphöll líkt og um hlutabréf í fyrirtæki væri að ræða. Fyrir tilkomu kauphallarsjóða var þetta ekki hægt.

Meðal helstu kosta sem ETF-sjóðir eru taldir hafa er skattahagræði, lægri kostnaður og sveigjanleiki með viðskiptum í gegnum kauphöll.