Matargerð: Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að bjóða matarferðir um allan heim þar sem ferðamenn læra að elda af heimamönnum.
Matargerð: Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að bjóða matarferðir um allan heim þar sem ferðamenn læra að elda af heimamönnum. — Morgunblaðið/Ómar
Ítalía, ítalskur matur og ítölsk menning heillar sífellt fleiri. Ekkert er auðveldara en að sameina þetta allt í einni ferð og læra að elda ítalskan mat um leið og maður nýtur menningarinnar og landslagsins og samvista við íbúana.

Ítalía, ítalskur matur og ítölsk menning heillar sífellt fleiri. Ekkert er auðveldara en að sameina þetta allt í einni ferð og læra að elda ítalskan mat um leið og maður nýtur menningarinnar og landslagsins og samvista við íbúana.

Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að bjóða upp á svokallaðar matarferðir út um allan heim. Eitt slíkt, The International Kitchen, hefur starfað í 10 ár og býður upp á matarferðir til Frakklands og Ítalíu. Hægt er að velja um ótrúlegan fjölda áfangastaða, allt eftir áhuga hvers og eins. Eins er hægt að velja hvort maður vill læra að elda hjá gamalli ömmu eða matreiðslumeistara sem hlotið hefur hina eftirsóttu Michelin stjörnu og allt þar á milli. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að hafa ekki græjur með því þær eru útvegaðar. Miðað er við 8-12 manna hópa og fer kennslan fram á ensku.

Matreiðslunámskeiðin eru haldin við ýmsar aðstæður svo sem í sögufrægum þorpum, á bóndabæjum, lúxushótelum og venjulegum heimilum sem mörg hver eru staðsett í fallegu umhverfi.

Sem dæmi um hvað er boðið er upp á má nefna námskeiðið Matargerð í Suður-Toskana sem haldið er í Chianciano í Toskana-héraði. Á svæðinu eru ræktuð vel þekkt vín, Montalcino og Montepulciano og pecorino-ostarnir frá Pienza. Fjöldaferðamennska er svo til óþekkt í þessum hluta Toskana og veitingahús bjóða upp á ferskan hefðbundinn mat frá svæðinu.

Námskeiðið fer fram á Palazzo Bandino, heimili fjölskyldu sem sér um það. Þar fá þátttakendur einmitt að kynnast þessum hefðbundna mat og læra að elda hann. Til þess nota þeir hráefni sem yfirleitt er ræktað á sjálfri landareigninni, ólífur, grænmeti og ávexti sem öllum er frjálst að tína beint af trjánum. Kennslan er í höndum Luciano Benocci, sem er vel þekktur matreiðslumeistari á svæðinu og deg- inum er eytt við matreiðslu eða í ferðir um svæðið til að kynnast því nánar.

Þetta námskeið er í boði frá því í mars og fram í nóvember og stendur yfir í viku. Nokkur námskeið eru þegar uppseld. En allar upplýsingar um verð og dagskrá er að finna á heimasíðu The International Kitchen. Á Netinu er að finna fjöldann allan af fyrirtækjum sem bjóða upp á matarferðir víða um heim.

*The International Kitchen One IBM Plaza 330 N. WabashSuite #3005 Chicago, IL 60611 Sími: 312-726-4525 Fax: 312-803-1593 Veffang: www.theinternationalkitchen.com/ Netfang:info@theinternationalkitchen.com

asdish@mbl.is