Gísli Marteinn
Gísli Marteinn — Morgunblaðið/Eggert
ÞAÐ er íslenskt efni á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld. Gísli Marteinn með sinn spjallþátt þar sem hann tekur tali góða gesti sem endranær.

ÞAÐ er íslenskt efni á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í kvöld. Gísli Marteinn með sinn spjallþátt þar sem hann tekur tali góða gesti sem endranær. Aðalgestur þáttarins er Bára "bleika" Sigurjónsdóttir, í stólinn við hliðina á henni mætir svo góðvinur hennar, Svavar Örn tískugreinir, og svo Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona.

Spaugstofan tekur svo við af Gísla Marteini og heldur gríninu áfram. En gleymið þó ekki að setja Popppunktinn á upptöku og horfa á hann strax á eftir því þar mætast Geirfuglarnir og Brunaliðið sáluga.

Svo er náttúrlega Egill Helgason með Silfrið sitt kl. 18 og fréttirnar, Ísland í dag, Kastljósið og endursýnt At og Stundin okkar fyrr um daginn. Sjá þetta allt saman því þetta er íslenst sjónvarpsefni. Það er ekki á hverju strái.

Laugardagskvöld með Gísla Marteini er á dagskrá Sjónvarpsins kl.19.40.