BUBBI Morthens og hljómsveitin Stríð og friður eru með tónleikaröð á Kaffi Reykjavík um þessar mundir. Bubbi hefur unnið með sveitinni undanfarin ár en fyrsta platan sem þeir gerðu saman var Nýbúinn , sem út kom haustið 2001. "Þetta verða a.m.k.

BUBBI Morthens og hljómsveitin Stríð og friður eru með tónleikaröð á Kaffi Reykjavík um þessar mundir. Bubbi hefur unnið með sveitinni undanfarin ár en fyrsta platan sem þeir gerðu saman var Nýbúinn, sem út kom haustið 2001.

"Þetta verða a.m.k. þrennir tónleikar í viðbót," segir Bubbi.

"Við förum á hundavaði yfir hinar og þessar plötur. Svo spilum við líka eitthvert nýtt efni. Okkur langaði bara til að spila, leika okkur dálítið og sjá hvernig þetta myndi virka."

Bubbi er ekki á leiðinni í hljóðver alveg strax en segir þó að ýmislegt sé í deiglunni. Segist t.d. vera búinn að semja efni á plötu en það verði að koma í ljós hvað verði og ýmsir möguleikar séu í stöðunni.

Tónleikarnir eru á Kaffi Reykjavík í kvöld.