Rússlandsferð Ferðaskrifstofan Bjarmaland skipuleggur sumarferð til tveggja stærstu borga Rússlands í byrjun júní í sumar. Flogið verður til Stokkhólms og þaðan til Moskvu.

Rússlandsferð

Ferðaskrifstofan Bjarmaland skipuleggur sumarferð til tveggja stærstu borga Rússlands í byrjun júní í sumar. Flogið verður til Stokkhólms og þaðan til Moskvu. Farið verður í sveitaferð til klausturborgarinnar Sergiev Possad (áður Zagorsk) sem er 75 km fyrir norðan höfuðborgina. Seinni hluta ferðarinnar verður varið í Pétursborg en þangað verður farið með járnbrautarlest. Það markverðasta sem þar er að sjá er Hermitage-listasafnið sem áður var vetrarhöll keisarafjölskyldunnar og sumarhöllin fyrir utan borgina, "Péturshof", auk minja um heimsstyrjöldina síðari og Leníngradumsátrið.

Sérstök ferðakynning verður haldin í Reykjavík um mánaðamótin mars-apríl 2004, sem verður nánar auglýst síðar.

Bretland - Frakkland

Heimsferðir bjóða einnig upp á ferð um söguslóðir ólíkra tíma og menningar í Bretlandi og Frakklandi 4. til 15. júní. Í ferðinni gefst tækifæri á að kynnast samfélagi, listum, bókmenntum og náttúru þessara tveggja gamalgrónu menningarríkja. Flogið til Bretlands og dvalið í 2 nætur í Stratford-upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares. Þaðan er haldið til Plymount á suðurströnd Bretlands og gist í tvær nætur. Kynnisferðir eru í boði meðal annars til Stonehenge og Glastonbury. Á fimmta degi er siglt yfir Ermarsundið til Frakklands. Gist í nágrenni St. Malo í fimm nætur. Kynnisferðir til Mt. Saint Michel, Bayeux, Omaha, Caen, og til Paimpol á slóðir franskra sæfara sem sóttu Íslandsmið fyrrum. Í lok ferðarinnar er dvalið í París í þrjár nætur. Fararstjóri er Lilja Hilmarsdóttir.
*Nánari upplýsingar um ferð til Bretlands og Frakklands Heimsferðir Skógarhlíð 18 Sími: 595 1000 Fax: 595 1001 Netfang: victoria@heimsferdir.is Veffang: www.heimsferdir.is