VEIGAR Páll Gunnarsson er orðinn leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en hann skrifaði í gærundir þriggja ára samning við Stabæk að lokinni læknisskoðun hjá félaginu.

VEIGAR Páll Gunnarsson er orðinn leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en hann skrifaði í gærundir þriggja ára samning við Stabæk að lokinni læknisskoðun hjá félaginu. Forráðamenn Stabæk vænta mikils af Veigari og sagði Gaute Larsson, þjálfari Stabæk, við norska blaðið Budstikka að Veigar myndi að falla vel inn í leikstíl liðsins og hann ætti eftir að gera mótherjum sínum lífið leitt.

"Veigar hefur yfir miklum hraða að ráða. Hann hefur góða tækni, er snöggur í hreyfingum og þá skapast afar gott spil í kringum hann," segir Larsen.