RAGNAR Óskarsson, 19 ára piltur, verður meðal dómara sem dæma á heimsmeistaramótinu í íshokkíi sem hefst hér á landi á þriðjudaginn kemur.

RAGNAR Óskarsson, 19 ára piltur, verður meðal dómara sem dæma á heimsmeistaramótinu í íshokkíi sem hefst hér á landi á þriðjudaginn kemur.

Ragnar verður þar með fyrstur Íslendinga til að dæma leik í íshokkí á vegur Alþjóðaíshokkísambandsins, en sambandið valdi hann sérstaklega til verksins.

Ragnar tók alþjóðlegt dómarapróf í fyrra og er nú valinn til að dæma í 3. deild HM sem fram fer hér á landi. Hann verður einn fjögurra línudómara í mótinu en hinir þrír koma frá Svíþjóð og Noregi. Þrír dómarar dæma á mótinu, einn frá Belgíu, annar frá Danmörku og sá þriðji frá Finnlandi.