ÁRATUGUM saman hafa Kínverjar haldið í þá sögu, að frægasta sköpunarverk þeirra, Kínamúrinn, sé sjáanlegt utan úr geimnum.

ÁRATUGUM saman hafa Kínverjar haldið í þá sögu, að frægasta sköpunarverk þeirra, Kínamúrinn, sé sjáanlegt utan úr geimnum. Enn þann dag í dag segir í kínverskum skólabókum að geimfarar á braut umhverfis jörðina geti séð þetta mikla mannvirki með berum augum.

En nú verða þessar skólabækur leiðréttar, eftir að fyrsti kínverski geimfarinn, Yang Liwei, greindi frá því að þegar hann var úti í geimnum í fyrra hefði hann ekki getað komið auga á múrinn.

Embættismaður í kínverska menntamálaráðuneytinu sagði, að útgefanda skólabókanna hefði verið fyrirskipað að hætta útgáfu þeirra.

Peking. AP.