Afmælisráðstefna Ferðafélags Íslands Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. mars verður haldin afmælisráðstefna í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem ber yfirskriftina "Gróður er góður".
Afmælisráðstefna Ferðafélags Íslands Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. mars verður haldin afmælisráðstefna í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem ber yfirskriftina "Gróður er góður". Að ráðstefnunni standa Garðyrkjuskólinn sem fagnar 65 ára afmæli á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, Félag garðyrkjumanna, sem varð 60 ára á síðasta ári og Félag skrúðgarðyrkjumeistara sem varð 30 ára á síðsta ári.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra mun setja ráðstefnuna og síðan verða haldin erindi báða dagana sem tengjast m.a. garðyrkjumenntun og öðru sem snýr að faginu.

Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is en þar er einnig dagskrá ráðstefnunnar.

Aðalfundur Málbjargar verður haldinn í kaffistofunni á

fyrstu hæð í Hátúni 10 b mánudaginn 15. mars kl. 19.30. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Einnig verður Norræna mótið, sem haldið verður í Stykkishólmi 10.-14. september n.k. kynnt.

Foreldranámskeið Samskipti - fræðsla og ráðgjöf stendur fyrir námskeiðum fyrir foreldra á næstunni. Á námskeiðunum er fjallað um á hvern hátt foreldrar geta brugðist við hegðun barna sinna. Lögð er áhersla á aðferðir sem foreldrar geta notað í daglegu amstri til að kenna og þroska hjá börnum, s.s. ábyrgð, tillitssemi og sjálfstæði. Á námskeiðunum eru stuttir fyrirlestrar, æfingar, m.a. úr verkefnabók sem fylgir.

Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð. Skráning og upplýsingar á slóðinni www.samskipti.org eða með því að senda póst á hugo@samskipti.org.

Námskeiðin byggjast á hugmyndum dr. Thomasar Gordons sálfræðings en námskeið hans eru haldin í yfir 30 löndum víða um heim, segir í fréttatilkynningu.