Opið hús á kvennasviði LSH Kvennasvið Landspítala - háskólasjúkrahúss verður með opið hús í dag, laugardaginn 13. mars, kl. 13-15. Opna húsið er liður í þeirri viðleitni að veita almenningi sýn inn í fjölbreytta starfsemi á LSH.
Opið hús á kvennasviði LSH Kvennasvið Landspítala - háskólasjúkrahúss verður með opið hús í dag, laugardaginn 13. mars, kl. 13-15. Opna húsið er liður í þeirri viðleitni að veita almenningi sýn inn í fjölbreytta starfsemi á LSH. Þar gefst fólki tækifæri til þess að fræðast um starfsemi kvennasviðs. Deildir þess við Hringbraut verða opnar og starfsfólkið svarar spurningum og veitir fræðslu um starfsemina.

Á kvennasviði er sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir konur með vandamál vegna almennra og illkynja kvensjúkdóma, vegna ófrjósemisvandamála auk þess sem stór þáttur starfseminnar lýtur að þjónustu við konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Ráðgjöf og fræðsla er veitt af starfsfólki sviðsins til annarra heilbrigðisstofnana og til almennings í landinu.

Deildir kvennasviðs eru fósturgreiningardeild 22A, fæðingardeild 23A, Hreiðrið 23B, kvenlækningadeild 21A, meðgöngudeild 22B, móttökudeild 21AM, sængurkvennadeild 22A, skurðstofa kvenna, tæknifrjóvgunardeild 21B og ræstimiðstöð.

Til þess að gera almenningi auðveldara að fræðast um starfsemi kvennasviðs og nálgast fræðsluefni sviðsins verður opnaður upplýsingavefur þess á Netinu. Vefurinn verður hluti af upplýsingavef LSH, www.landspitali.is, segir í fréttatilkynningu.

Kvennakór Kópavogs heldur flóamarkað að Smiðjuvegi 10, Rauð gata, Kópavogi, í dag, laugardaginn 13. mars frá kl. 11- 17.