Irina Krush.
Irina Krush.
IRINA Krush frá Bandaríkjunum er stigahæsta konan í hópi keppenda á 21. Reykjavíkurskákmótinu með 2.465 stig. Hún er fædd í Odessa í Úkraínu 24. desember 1983, en fluttist til Bandaríkjanna 5 ára gömul.

IRINA Krush frá Bandaríkjunum er stigahæsta konan í hópi keppenda á 21. Reykjavíkurskákmótinu með 2.465 stig. Hún er fædd í Odessa í Úkraínu 24. desember 1983, en fluttist til Bandaríkjanna 5 ára gömul.

Irina varð skákmeistari kvenna í Bandaríkjunum 14 ára að aldri, með 8½ v. í 9 skákum. Þremur árum áður var hún sú yngsta sem keppt hefur um þann titil.

Irina er stórmeistari kvenna og hefur að auki alþjóðlegan meistaratitil sem hún náði 16 ára að aldri. Hún hefur náð einum stórmeistaraáfanga, í New York City Mayor's Cup 2001.

Fyrir fimm árum vakti Irina mikla athygli fyrir framlag sitt til rannsókna á skák, sem fram fór á "Netinu", undir yfirskriftinni Kasparov gegn heiminum ("Kasparov vs the rest of the world").

Það er álit margra að Irina Krush gæti náð mjög langt í skákinni ef hún sneri sér að henni af fullum krafti. Hjá henni hefur skólinn forgang en hún er stundar nám við New York-háskóla, með alþjóðasamskipti (International Relations) sem aðalgrein.