KNATTSPYRNUDEILD Fylkis hefur hafið samstarf við Knattspyrnu Akademíu Íslands, KAÍ, (knattspyrnuskóla Arnórs Guðjohnsen), fyrst allra liða. Samstarfið er með þeim hætti að 3.

KNATTSPYRNUDEILD Fylkis hefur hafið samstarf við Knattspyrnu Akademíu Íslands, KAÍ, (knattspyrnuskóla Arnórs Guðjohnsen), fyrst allra liða. Samstarfið er með þeim hætti að 3. flokkur félagsins, bæði karlar og konur alls um 70 einstaklingar, hafa í tvo mánuði æft 2-3 í vikur í séræfingum hjá skólanum. Fylkismenn nýta sér styrk sem KSÍ veitir vegna barna- og unglingaþjálfunar til að niðurgreiða fyrir sína iðkendur.

*Arnór Guðjohnsen, skólastóri knattspyrnuskólans, segir að viðræður standi yfir við fleiri félög en hann segir að þau kunni vel að meta knattspyrnuskólann og telja hann hreina viðbót við æfingarnar hjá félögunum.

*Guðni Bergsson, einn meðlimur í KAÍ, hefur komið á samstarfi skólans við enska úrvalsdeildarliðið Bolton enda hæg heimatökin hjá Guðna sem lék um árabil með liðinu. Guðni segir að samstarf sé að vænta við fleiri úrvalsdeildarlið á Englandi og eins við þýsk lið en Eyjólfur Sverrisson hefur verið í viðræðum fyrir hönd Akademíunar við nokkur lið þar í landi.