*GUÐMUNDUR E. Stephensen, landsliðsmaður í borðtennis, og samherjar hans í norska liðinu B-72 eru komnir í úrslit í norsku úrvalsdeildinni. Þeir fögnuðu sigri á Modum í undanúrslitum og mæta Fokus í úrslitum.
*GUÐMUNDUR E. Stephensen, landsliðsmaður í borðtennis, og samherjar hans í norska liðinu B-72 eru komnir í úrslit í norsku úrvalsdeildinni. Þeir fögnuðu sigri á Modum í undanúrslitum og mæta Fokus í úrslitum.

*AC Milan

hyggst reyna að krækja í ítalska markvörðinn Carlo Cudicini frá Chelsea í sumar. Félagið er sagt reiðubúið að punga út 5 milljónum punda fyrir Cudinini en Chelsea festi nýlega kaup á tékkneska markverðinum Peter Chec fyrir 12 milljónir punda. Hitt Mílanóliðið, Inter , hefur einnig áhuga á að fá Cudicini en forráðamenn Inter vilja fá hann til að leysa Francesco Toldo af hólmi.

* MICHAEL Biegler , þjálfari Gylfa Gylfasonar handknattleiksmanns hjá þýska 1. deildar liðinu Wilhelmshaverner , framlengdi samning sinn við félagið í gær til tveggja ára. Biegler tók við liðinu í desember í slæmu ástandi og hefur náð að laga stöðuna en það er þó enn á meðal neðstu liða deildarinnar. Sigur Wilhelmshaverner á Magdeburg á miðvikudaginn lagaði stöðuna, alltént um stund.

* TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, vill fá nýjan samning við félagið. Pulis tók við liði Stoke fyrir 14 mánuðum og hefur liðinu vegnað ágætlega undir hans stjórn.

* PULIS er á höttunum eftir Mark Crossley markverði Fulham en meiðsli hafa verið að hrjá báða markverði Stoke-liðsins þá Ed de Goey o g Neil Cutler . Crossley er ekki alveg ókunnugur herbúðum Stoke en í tvígang á síðustu tveimur árum hefur hann verið hjá liðinu sem lánsmaður.

* JAMIE Redknapp, fyrirliði Tottenham, er óðum að ná sér eftir erfið hnémeiðsli og möguleiki er á að hann verði í leikmannahópi liðsins í leiknum við Newcastle á morgun. Redknapp hefur ekkert leikið með aðalliði Tottenham síðan í september en hann lék með varaliðinu í vikunni og komst klakklaust frá honum.

* HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Arjen Robben , sem leikur með PSV en gengur í raðir Chelsea í sumar, meiddist á hné í leik PSV og Auxerre í UEFA-keppninni í fyrrakvöld. Talið er að Robben verði frá æfingum og keppni næstu vikurnar en hann og Marc Overmars hjá Barcelona hafa barist hart um sæti í byrjunarliði Hollendinga.

* SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gekkst undir smáaðgerð á dögunum þar sem græddur var í hann hjartagangráður. Ferguson fann fyrir óreglulegum hjartslætti seint á síðasta ári og í kjölfarið var ákveðið að hann þyrfti að fá gangráð.