FÉLAG eldri borgara hefur skorað á ríkisstjórnina að gera gangskör í að mismunur á greiðslum úr almannatryggingum og lágmarkslaunum hverfi, og benda á að ef þær greiðslur hefðu haldist í hendur væru greiðslurnar rúmum 16.000 kr. hærri í dag.

FÉLAG eldri borgara hefur skorað á ríkisstjórnina að gera gangskör í að mismunur á greiðslum úr almannatryggingum og lágmarkslaunum hverfi, og benda á að ef þær greiðslur hefðu haldist í hendur væru greiðslurnar rúmum 16.000 kr. hærri í dag.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að í kjölfar nýgerðra kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins hins vegar hafi munurinn aukist enn meira en áður var.

"Þessar greiðslur almannatrygginga þróuðust í takt við hækkun lágmarkslauna allt til ársins 1995 enda fylgdu bæturnar þá þróun lágmarkslauna verkamanna. Með lögum frá 21. desember 1995 rofnuðu tengsl þessara greiðslna við þróun lágmarkslauna," segir í tilkynningunni.

Heilbrigðisráðherra hafði ekki náð að kynna sér málið þegar leitað var eftir viðbrögðum hans í gær.