Töffarar, skrímsli og skvísur - Andri Már Ólafsson, Karen Sigurðardóttir, Jón Ingi Ragnarsson á bak við grímuna, Stefán Claessen, Sigurður Ingi Pálsson og Hafliði Ólafsson.
Töffarar, skrímsli og skvísur - Andri Már Ólafsson, Karen Sigurðardóttir, Jón Ingi Ragnarsson á bak við grímuna, Stefán Claessen, Sigurður Ingi Pálsson og Hafliði Ólafsson.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SÚPERMAN sló bara niður 4 keilur, frekar slappt hjá honum, og Spid erman náði sjö en Rauðhetta með snuðið skaut niður níu keilur og fagnaði rækilega.

SÚPERMAN sló bara niður 4 keilur, frekar slappt hjá honum, og Spiderman náði sjö en Rauðhetta með snuðið skaut niður níu keilur og fagnaði rækilega. Öll voru þau stödd á keilumóti, nánar tiltekið í Keilu í Mjódd á öskudaginn þegar fram fór líflegt grímubúningamót yngri kynslóðarinnar í keilu. Flestir krakkanna voru mjög ákafir enda hafði fyrri hluti dags farið í að safna í stóra poka sælgæti sem knúði þau áfram síðar um daginn.

Mótið snerist minna um að hirða verðlaunapeninga, frekar að hafa gaman af og í hvert sinn er einhver bætti árangur sinn um eina keilu eða svo fékk sá eitt högg til reyna slá köttinn úr tunnunni, sem lauk með því gólfið flóði í enn meira sælgæti. Keppt var á öllum brautum og sást að sumir kunnu sitthvað fyrir sér þrátt fyrir ungan aldur en alls voru um mættu 60 krakkar á aldrinum 7 til 18 ára til að spreyta sig við keilurnar. Mest var úr keiludeild ÍR og KFR auk þess að Öspin og félagsmiðstöðin Aldan mætti með vaska sveit. Margir söknuðu KR-inga sem einnig eru með unglingastarf auk þess að á Akranesi eru brautir svo að búast má við enn skrautlegra móti næsta ár. Hver veit nema Batman mæti á svæðið.

Stefán Stefánsson skrifar