BLACK Eyed Peas tókst það sem svo óteljandi margir hafa klikkað á - að fylgja eftir fyrsta stórsmellinum. Þeir eru fleiri en færri sem spáðu því að "Where is The Love?
BLACK Eyed Peas tókst það sem svo óteljandi margir hafa klikkað á - að fylgja eftir fyrsta stórsmellinum. Þeir eru fleiri en færri sem spáðu því að "Where is The Love?" væri skólabókardæmi um "einstakan smell", þegar listamaður nær að gera eitt lag vinsælt og hverfur svo af vettvangi, sporlaust. En svo kom "Shut Up", rétt eins og tilmælunum væri beint sérstaklega til allra efasemdarmannanna. Og það varð ekki minna vinsælt. Nú er það "Hey Mama", sem virkar eins og hálfgerður gæðastimpill, staðfesting á því að taka beri Black Eyed Peas alvarlega sem poppsmellaframleiðendur. Þá er Elephunk sem inniheldur öll þessi lög líka farin að seljast eins og volgar lummur - eðlilega.