Fallegir tónar í Borgarnesi: Forskólahópurinn syngur á tónleikunum í nýju húsnæði tónlistarskólans.
Fallegir tónar í Borgarnesi: Forskólahópurinn syngur á tónleikunum í nýju húsnæði tónlistarskólans. — Morgunblaðið/Guðrún Vala
Borgarnes | Birna Þorsteinsdóttir tónlistarkennari stóð fyrir nemendatónleikum í nýja tónlistarskólanum fyrir skömmu en þá var rétt tæp vika liðin frá vígslu húsnæðisins. Fram komu nemendur Birnu sem eru allt frá tveggja ára aldri og upp í sextán ára.

Borgarnes | Birna Þorsteinsdóttir tónlistarkennari stóð fyrir nemendatónleikum í nýja tónlistarskólanum fyrir skömmu en þá var rétt tæp vika liðin frá vígslu húsnæðisins. Fram komu nemendur Birnu sem eru allt frá tveggja ára aldri og upp í sextán ára.

Tónleikarnir sem voru haldnir í salnum á neðri hæð hússins, hófust á því að forskólahópurinn söng nokkur lög saman en önnur atriði voru einsöngur, píanóleikur og gítarleikur. Stoltir foreldrar og aðrir gestir urðu margir hverjir að standa því enn á eftir að fá stóla í salinn. Það kom þó ekki í veg fyrir að viðstöddum tækist að njóta tónlistarinnar en hljómburður í nýja húsinu þykir með ágætum.