— Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hrunamannahreppur | Fimleikasýning hjá fimleikadeild Ungmennafélags Hrunamanna var haldin á sumardaginn fyrsta en það er þriðja árið í röð sem slík sýning er haldin. Alls voru það 62 börn sem sýndu hæfni sína og mörg hver með góðum árangri.
Hrunamannahreppur | Fimleikasýning hjá fimleikadeild Ungmennafélags Hrunamanna var haldin á sumardaginn fyrsta en það er þriðja árið í röð sem slík sýning er haldin. Alls voru það 62 börn sem sýndu hæfni sína og mörg hver með góðum árangri. Hafa börn á aldrinum 5 til 12 ára stundað fimleikaæfingar einu sinni til tvisvar í viku nú síðustu þrjá vetur. Leiðbeinendur hafa verið Bente Hansen og Sigríður Bogadóttir. Krakkarnir í eldri hópnum hafa farið á nokkur byrjendamót í fimleikum. Fjöldi foreldra og fleiri fylgdust með börnunum. Formaður fimleikadeildarinnar er Halldóra Hjörleifsdóttir á Fossi.