LÖGREGLAN í Keflavík rannsakar náttúruspjöll vegna utanvegaaksturs torfærumótorhjóla við Djúpavatn í Reykjanesfólkvangi. Myndirnar voru teknar þann 28. apríl og sýna náttúruspjöll við nyrðri enda Djúpavatns.

LÖGREGLAN í Keflavík rannsakar náttúruspjöll vegna utanvegaaksturs torfærumótorhjóla við Djúpavatn í Reykjanesfólkvangi.

Myndirnar voru teknar þann 28. apríl og sýna náttúruspjöll við nyrðri enda Djúpavatns. Bannað er samkvæmt náttúruverndarlögum 1999 að aka vélknúnum ökutækjum utan vega og samkvæmt umferðarlögum frá 1987 er akstur utan vega í þéttbýli bannaður.

Lögreglan í Keflavík lýsir eftir vitnum að náttúruspjöllunum og biður þá sem vita hver eða hverjir voru á ferð við Djúpavatn að hafa samband síma 4202400.