Um nokkurra ára skeið hafa fjölmargir aðkomubátar verið gerðir út frá Suðureyri yfir sumarmánuðina og svo verður einnig í ár, að sögn Bæjarins besta á Ísafirði. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu ehf.

Um nokkurra ára skeið hafa fjölmargir aðkomubátar verið gerðir út frá Suðureyri yfir sumarmánuðina og svo verður einnig í ár, að sögn Bæjarins besta á Ísafirði.

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu ehf. á Suðureyri, segist vonast til þess að fyrstu smábátarnir komi til Suðureyrar á fyrstu dögum maímánaðar.

Óðinn segist vonast til þess að fjöldi aðkomubátanna verði svipaður og í fyrra eða ríflega 40 bátar þegar flest var. Hann segir aflabrögð hafa verið góð að undanförnu og því sé hann bjartsýnn á sumarið.

Þrátt fyrir að mannlíf á Suðureyri sé allajafna líflegt verður það að sjálfsögðu ennþá líflegra með komu allra þessara aðkomubáta.