Allir verði jafnir | "Félag hópferðaleyfishafa skorar á fjármálaráðherra að jafna stöðu hópferðaleyfishafa gagnvart sérleyfishöfum og almenningssamgöngum í þéttbýli með því að láta endurgreiðsluákvæði um 70% af olíugjaldi ganga jafnt yfir alla...

Allir verði jafnir | "Félag hópferðaleyfishafa skorar á fjármálaráðherra að jafna stöðu hópferðaleyfishafa gagnvart sérleyfishöfum og almenningssamgöngum í þéttbýli með því að láta endurgreiðsluákvæði um 70% af olíugjaldi ganga jafnt yfir alla fólksflutninga," segir í ályktun frá félaginu.

"Félagið fagnar nýju frumvarpi í megindráttum og telur að hér sé stigið stórt skref til að afmá löngu úrelt fyrirkomulag og að sama skapi bendir margt til að tilkoma olíugjalds muni hafa jákvæð umhverfisáhrif.

Fólksflutningar á Íslandi hafa átt undir högg að sækja. Einkabíllinn og bílaleigubílar hafa sótt mikið í sig veðrið á kostnað ofangreindra aðila. Ástæðan er ekki síst auknar álögur á fólksflutningageirann af ýmsum toga sem hafa orðið til þess að einkabíllinn verður sífellt álitlegri kostur. Öllum er hins vegar ljós sú hagkvæmni sem felst í hópferðum og góðum almenningssamgöngum og gildir þar einu hvort tekið er tillit til umhverfismála, öryggismála eða nýtingar samgöngumannvirkja," segir einnig.