FORSVARSMENN Norðurljósa telja að verði fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum muni fyrirtækið verða fyrir skaða sem geti numið á bilinu 2,5 til 3 milljarða króna.

FORSVARSMENN Norðurljósa telja að verði fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum muni fyrirtækið verða fyrir skaða sem geti numið á bilinu 2,5 til 3 milljarða króna.

"Þegar við fórum í þessa fjárfestingu var það gert á grundvelli ákveðinnar viðskiptaáætlunar," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, um endurfjármögnun Norðurljósa, sameiningu Norðurljósa og Fréttar o.fl. aðgerðir sem ráðist var í.

"Við sjáum fyrir okkur ákveðna framtíð í þessu, m.a. með skráningu á hlutabréfamarkað og við skuldsetjum þennan rekstur. Þessi viðskiptaáætlun er lögð til grundvallar þegar bankinn og hluthafarnir koma inn í þetta og menn hafa ákveðnar væntingar um framtíðina. Ef fótunum er hins vegar kippt undan þessu öllu með þeim hætti sem verið er að gera ef frumvarpið verður að lögum, þá teljum við að munurinn á þeim verðmætum sem við erum með í höndunum og það sem við hefðum getað fengið fyrir þetta, sé á bilinu 2,5 til 3 milljarðar," segir hann.