Guðrún Ágústsdóttir (lengst t.h.), fulltrúi sendiráðs Íslands, tók við viðurkenningarskjalinu fyrir Íslands hönd. Einnig voru María Erla Marelsdóttir sendiráðunautur, Kalle Byström, sölustjóri Icelandair í Svíþjóð, og Karin Hákonardóttir Byström, eiginkona
Guðrún Ágústsdóttir (lengst t.h.), fulltrúi sendiráðs Íslands, tók við viðurkenningarskjalinu fyrir Íslands hönd. Einnig voru María Erla Marelsdóttir sendiráðunautur, Kalle Byström, sölustjóri Icelandair í Svíþjóð, og Karin Hákonardóttir Byström, eiginkona — Ljósmynd/Johanna Stenius
ÍSLAND var nýlega valið næstbesta eyjan í árlegri könnun starfsmanna ferðatímaritsins Allt om resor , sem jafnframt er stærst sinnar tegundar í Svíþjóð.

ÍSLAND var nýlega valið næstbesta eyjan í árlegri könnun starfsmanna ferðatímaritsins Allt om resor, sem jafnframt er stærst sinnar tegundar í Svíþjóð.

Um 50 starfsmenn fyrirtækisins, blaðamenn og ljósmyndarar voru spurðir hver væri besta eyjan sem þeir hefðu heimsótt, vildu heimsækja aftur og myndu mæla með við vini sína. Sænska eyjan Gotland hafnaði í fyrsta sæti en fast á hæla hennar kom Ísland en neðar á listanum urðu m.a. Mallorka, Bali, Sikiley og Manhattan. Fulltrúi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi veitti viðurkenningu blaðsins viðtöku.