NÝSJÁLENDINGAR hafa lagt til við Heimsviðskiptastofnunina, WHO, að sett verði bann við niðurgreiðslum í sjávarútvegi alls staðar í heiminum, en þær nema nú samtals um 20 milljörðum dollara á hverju ári.

NÝSJÁLENDINGAR hafa lagt til við Heimsviðskiptastofnunina, WHO, að sett verði bann við niðurgreiðslum í sjávarútvegi alls staðar í heiminum, en þær nema nú samtals um 20 milljörðum dollara á hverju ári. Jim Sutton, ráðherra samninga í atvinnulífinu, sagði kreppu ríkjandi í sjávarútvegi í heiminum, og vandann mætti að nokkru leyti rekja til niðurgreiðslna.

Evrópusambandið gagnrýndi tillögu Nýsjálendinga tafarlaust á vettvangi WHO og sagði hana "ruddalega og yfirgengilega", að sögn heimildarmanns fréttastofunnar AFP. Sagði hann Japani, Suður-Kóreumenn og Taívana einnig hafa mótmælt hugmyndinni. Sagði fulltrúi Japana að tillaga Nýsjálendinga "gengi út í öfgar" og gæti leitt til þess að "góðar niðurgreiðslur" er miðuðu að verndun tiltekinna fiskistofna legðust af.

Argentína, Ástralía, Chile, Ísland, Noregur, Pakistan, Perú, Filippseyjar og Taíland lýstu yfir stuðningi við tillögu Nýsjálendinga, en fjölmörg Asíuríki lögðu ennfremur til að sérstakt tillit yrði tekið til þróunarlanda.

Wellington. AFP.