— Reuters
BJÖRGUNAR- og lögreglumenn bjarga börnum úr skólabíl sem varð fyrir stórri gröfu þegar hún valt niður brekku í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, í fyrradag. Að minnsta kosti 23 létu lífið í slysinu, þar af nítján eða tuttugu börn, og 34 slösuðust.

BJÖRGUNAR- og lögreglumenn bjarga börnum úr skólabíl sem varð fyrir stórri gröfu þegar hún valt niður brekku í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, í fyrradag.

Að minnsta kosti 23 létu lífið í slysinu, þar af nítján eða tuttugu börn, og 34 slösuðust.

Grafan, sem var notuð til vegagerðar, valt niður brekku og lenti á skólabílnum á breiðstræti í Bogotá.

"Lögreglan sagði okkur að bifhjól hefði einnig eyðileggst í slysinu. Á því voru tveir menn sem biðu bana," sagði Ramon Rafael Vega, talsmaður borgaryfirvalda í heilbrigðismálum.

Grafan voru notuð til að leggja nýja akrein fyrir strætisvagna og er þetta annað slysið í tengslum við framkvæmdirnar. Tveir menn biðu bana á þessum slóðum 2. apríl þegar önnur grafa ók á göngubrú.