KRAFTVÉLAR ehf., umboðsaðili Sandvik á Íslandi, afhenti nýlega Alexander Ólafssyni ehf. nýja Sandvik-mölunarsamstæðu af gerðinni Roadmaster 4800. Samstæða þessi samanstendur af eftirbrjót og hörpu, sem flokkar efnið eftir að það hefur verið mulið.
KRAFTVÉLAR ehf., umboðsaðili Sandvik á Íslandi, afhenti nýlega Alexander Ólafssyni ehf. nýja Sandvik-mölunarsamstæðu af gerðinni Roadmaster 4800. Samstæða þessi samanstendur af eftirbrjót og hörpu, sem flokkar efnið eftir að það hefur verið mulið. Tækið vegur 53 tonn og er 3 öxla, sem gerir það meðfærilegt í flutningum. Hámarksafköst þessarar samstæðu eru 435 tonn af möluðu og flokkuðu efni á klukkustund. Tækið fór til vinnu í námu fyrirtækisins í Vatnsskarði við Krísuvík. Á myndinni má sjá Baldur Þórarinsson frá Kraftvélum afhenda Alexander Ólafssyni samstæðuna.