Gísli Tryggvason og Halldóra Friðjónsdóttir frá BHM (t.v.)  andspænis Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH, og Guðríði Þorsteinsdóttur, lögfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu. Fyrir borðsendanum situr Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem
Gísli Tryggvason og Halldóra Friðjónsdóttir frá BHM (t.v.) andspænis Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH, og Guðríði Þorsteinsdóttur, lögfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu. Fyrir borðsendanum situr Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem — Morgunblaðið/Sverrir
1. Verkefnafjármögnun í fjárlögum: Mjög mikilvægt er að tengja greiðslur til spítalans við unnin verk, þ.e.

1. Verkefnafjármögnun í fjárlögum: Mjög mikilvægt er að tengja greiðslur til spítalans við unnin verk, þ.e. að hverfa frá kerfi fastra fjárlaga og taka upp blandaða fjármögnun sem byggist á alþjóðlegum framleiðslumælingarkerfum sem verið er að innleiða á LSH, þ.e. DRG (Diagnosis Related Groups)-kerfið.

2. Hagstæðustu kostir í lyfjakaupum: Nauðsynlegt er að finna leiðir til þess að hægja á þeim útgjaldavexti sem hefur verið til margra ára á lyfjakostnaði. Málið snýr annars vegar að stjórnvöldum og þeirri reglugerðarumgjörð sem snýr að innflutningi og skráningu lyfja á Íslandi og hins vegar að notkun lyfjanna á spítalanum.

3. Mannúðleg og hagkvæm vistunarúrræði: Þá er hinn svo kallaði útskriftarvandi sem þýðir að sjúklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum og bíða eftir meðferðarúrræðum annars staðar í heilbrigðiskerfinu, s.s. vist á hjúkrunarheimili, þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman.

4. Fasteignir og umsýsla þeirra: Stjórnvöld komi til móts við LSH í hagkvæmri og gagnsærri lausn fasteignamála og að við ákvörðun um fjárveitingar verði tekið sýnilegt tillit til þess verulega kostnaðar sem er af fjárbindingu við stofnkostnað og útgjöld við viðhald, rekstur og umsýslu fasteigna LSH.