Íslandsmótið í tvímenningi Á síðasta ársþingi BSÍ voru samþykktar allmiklar breytingar á fyrirkomulagi mótsins. Spilarar vinna sér rétt til þátttöku í úrslitunum skv. kvóta svæðasambandanna og árangri svæðanna í úrslitum síðasta árs.

Íslandsmótið í tvímenningi

Á síðasta ársþingi BSÍ voru samþykktar allmiklar breytingar á fyrirkomulagi mótsins. Spilarar vinna sér rétt til þátttöku í úrslitunum skv. kvóta svæðasambandanna og árangri svæðanna í úrslitum síðasta árs.

Mótið er nú tvískipt:

Spilaðar eru 3 lotur hipp-hopp barometer, 3 spil x 10 umf.

Raðað í hópa eftir stigum.

1. lota föstudagur kl. 15-19

2. lota föstudagur kl. 20-24

3. lota laugardagur kl. 11-15

24 efstu pör halda áfram, barometer 4 spil x 23 umf. með carryover. Pör taka með sér 15% af skori úr fyrri hluta móts.

Spilað með skermum.

1.-10. umf. laugardagur kl. 17- 3.30

11.-23. umf. sunnudagur kl. 11-18.30

Spilað er í Síðumúla 37.

Formenn svæðasambanda eru minntir á að skila inn staðfestum keppendalista í síðasta lagi þriðjudaginn 27. apríl kl. 17.

Núverandi Íslandsmeistarar eru bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir.

Bridsfélag Reykjavíkur

Nú er lokið 1. kvöldinu í síðustu keppni tímabilsins hjá Bridsfélagi Reykjavíkur. Spilaður er butler - tvímenningur og er staðan eftir 9 umferðir af 29 þannig:

Ljósbrá Baldursd. - Matth. Þorvaldss. 81

Guðm. Sv. Herm. - Ásmundur Pálsson 60

Sigurður Vilhjálmss. - Vilhjálmur Sig.47

Júlíus Sigurj. - Ragnar Hermannss. 40

Ekki verður spilað hjá Bridsfélagi Reykjavíkur föstudaginn 30 apríl vegna Íslandsmótsins í tvímenningi sem fer fram um helgina.

Gullsmárabrids

Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilaði tvímenning á 14 borðum mánudaginn 26. apríl. Meðalskor 264. Efst voru:

NS

Karl Gunnarsson - Ernst Backman 332

Guðmund. Guðveigs - Guðjón Ottoss. 308

Sveinn Jensson - Jóna Kristinsdóttir 306

Sigtryggur Ellerts - Þórarinn Árnas. 303

AV

Elís Kristjánsson - Ruth Pálsdóttir 316

Björn Björns. - Sigríður Gunnarsd. 314

Steindór Árnas. - Tómas Sigurðsson 310

Sigríður Sigurðar. - Sigurður Björns. 287

Þennan dag varð FEBK-klúbburinn okkar 5 ára og bauð hann spilurum uppá kaffi og með því í tilefni dagsins.

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna

Síðasta mánudagskvöld, 26. apríl, var spilaður eins kvölds Howell-tvímenningur með þátttöku 14 para. Spilað var um verðlaun fyrir efsta sætið og meðalskor 165. Lokastaða efstu para varð þannig:

Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelss.194

Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen182

Unnar Atli Guðm. - Óli B. Gunnarss.175

Heimir Tryggvas. - Gísli Tryggvason167

Árni Már Björnss - Hjálmar S. Pálss.164

Leifur Kr. Jóhanns. - Már Hinrikss.159

Næsta mánudagskvöld, 3. maí, verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur og spilað um verðlaun fyrir efsta sætið.