— Morgunblaðið/Kristinn.
BANKARNIR Bank Austria Creditanstalt, Citigroup og Þróunarbanki Evrópu eru að ganga frá fjármögnun vegna kaupa Viva Ventures á 65% hlut búlgarska ríkisins í símafyrirtækinu BTC, að því er segir í frétt Reuters .

BANKARNIR Bank Austria Creditanstalt, Citigroup og Þróunarbanki Evrópu eru að ganga frá fjármögnun vegna kaupa Viva Ventures á 65% hlut búlgarska ríkisins í símafyrirtækinu BTC, að því er segir í frétt Reuters. Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnar fjórðung verkefnisins í samstarfi við fleiri íslenska fjárfesta.

Lokafrágangi einkavæðingarsamningsins hefur verið frestað fram í júní. Nú er m.a. verið að endurfjármagna lán sem BTC hefur tekið með ríkisábyrgð og nema um 70 millj. evra, að sögn búlgarskra miðla. Markmiðið er að losa ríkið undan ábyrgðinni.