— Morgunblaðið/Arnaldur
SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til aðgerða vegna ADSL-tilboða Og fjarskipta og Landssíma Íslands , en fyrirtækið eMax hafði óskað eftir því að tilboðin yrðu tekin til skoðunar.
SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til aðgerða vegna ADSL-tilboða Og fjarskipta og Landssíma Íslands , en fyrirtækið eMax hafði óskað eftir því að tilboðin yrðu tekin til skoðunar. eMax taldi að tilboðin, sem stóðu einstaklingum til boða, fælu í sér ólögmæta niðurgreiðslu og samtvinnun á ADSL-þjónustu og módem-búnaði. Fyrirtækið krafðist þess að Og fjarskiptum og Símanum yrði gert að reikna út heildarfjárfestingu sem væri að baki hverjum viðskiptavini og raunverulegan kostnað við að tengja hann inn á kerfið. Jafnframt yrðu kannaðir samningar sem fyrirtækin gerðu við þá sem selja ADSL-þjónustu áfram og hvort þeim væri mismunað vegna eignarhalds eða samkeppnisstöðu. Erindið var sent í ágúst í fyrra og samkeppnisráð ákvað fyrr í þessari viku að aðhafast ekki.