STORMUR í vatnsglasi, það vildi ég segja. Þetta frumvarp á fullan rétt á sér og er ekki stefnt gegn einum eða neinum sérstökum. Þetta er bara kall tímans á skipulögð vinnubrögð, svo einfalt er það.

STORMUR í vatnsglasi, það vildi ég segja. Þetta frumvarp á fullan rétt á sér og er ekki stefnt gegn einum eða neinum sérstökum. Þetta er bara kall tímans á skipulögð vinnubrögð, svo einfalt er það.

Í nútímaþjóðfélagi, með allan þennan möguleika á blokkamyndun og einokun, er það sjálfsagt að setja leikreglur svo hinn saklausi borgari geti verið öruggur um sig í síflóknari heimi. Heimi þar sem auglýsingar og fjölmiðlar ráða skynsemi einstaklinga og fá þá oft á tíðum til að gera það sem ráðandi afl vil að það geri. Einstaklingarnir eru berskjaldaðir fyrir áreiti af hvaða toga sem er.

Því vil ég segja það að þetta frumvarp er kall tímans á kringumstæður sem verður að koma böndum á. Því fyrr því betra. Þó að það sé orðið aðkallandi nú má segja að þeir mega ekki láta undan þessum stormi, sem er í vatnsglasinu.

BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON,

Hraunbæ 182, 110 Reykjavík.

Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni: