HRAFNISTUKÓRINN heimsótti Áslandsskóla sl. þriðjudag. Heimsóknin var liður í samstarfi Hrafnistu og Áslandsskóla. Kórinn söng fyrir nemendur í 6. og 7.
HRAFNISTUKÓRINN heimsótti Áslandsskóla sl. þriðjudag. Heimsóknin var liður í samstarfi Hrafnistu og Áslandsskóla. Kórinn söng fyrir nemendur í 6. og 7. bekk auk þess sem nemendur sungu nokkur lög með kórnum og enduðu á að syngja skólasöng Áslandsskóla fyrir kórfélaga. Kórfélögum var boðið upp á kaffiveitingar áður en þeir héldu heim á leið. Fyrr í vetur fóru nemendur 7. bekkjar í heimsókn á Hrafnistu þar sem þeir lásu fyrir heimilisfólk þar á bæ. Hrafnistukórinn er elsti kór í heimi en þar er meðalaldur 85 ár, segir í fréttatilkynningu.