Eiður Smári Guðjohnsen óttast ekki aukna samkeppni hjá Chelsea.
Eiður Smári Guðjohnsen óttast ekki aukna samkeppni hjá Chelsea. — Morgunblaðið/Kristinn
Ronaldo er hjartanlega velkominn í okkar raðir, það er stórkostlegt fyrir félag eins og Chelsea að leikmaður á borð við Ronaldo sé orðaður við Chelsea," segir íslenski landsliðsfyrirliðinn og framherji Chelsea í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins.

Ronaldo er hjartanlega velkominn í okkar raðir, það er stórkostlegt fyrir félag eins og Chelsea að leikmaður á borð við Ronaldo sé orðaður við Chelsea," segir íslenski landsliðsfyrirliðinn og framherji Chelsea í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins. Þar er rætt við Eið Smára um þær fregnir að framherji heimsmeistaraliðs Brasilíu og spænska liðsins Real Madrid, Ronaldo, sé á leið til Chelsea í sumar.

En Eiður hefur ekki miklar áhyggjur af aukinni samkeppni um framherjastöðurnar hjá Chelsea.

Þess má geta að Eiður Smári og Ronaldo voru um tíma samherjar hjá hollenska liðinu PSV, en Eiður var samningsbundinn liðinu í fjörgu ár, 1994-1998.

"Ef svo færi að Ronaldo myndi semja við félagið munu stuðningsmenn liðsins geta fylgst með enn einum leikmanni sem er á heimsmælikvarða. Slíkir leikmenn skemmta áhorfendum og það er það sem allir vilja. Ég hef æft með Ronaldo og hann er einn af þeim bestu sem ég hef haft tækifæri til þess að æfa með. Og þeir eru einnig margir í röðum Chelsea. Ronaldo og Jimmy Floyd Hasselbaink myndu vera óstöðvandi sem framherjapar," segir Eiður Smári en bætir því við að hann hafi ekki áhyggjur af því að fá færri tækifæri fari svo að Ronaldo verði leikmaður Chelsea á næstu leiktíð.

Enskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að Chelsea muni láta til sín taka í sumar við kaup á leikmönnum.