Fyrsti hluti | eftir Ólaf Ofnfjörð Hann hélt kúlunum á lofti eins og færasti fjöllistamaður, fjórum í einu. Allt í einu rakst einhver harkalega utan í hann, þannig að hann datt framfyrir sig og skall með höfuðið í marmaralagt gólfið í Kringlunni.

Fyrsti hluti | eftir Ólaf Ofnfjörð

Hann hélt kúlunum á lofti eins og færasti fjöllistamaður, fjórum í einu. Allt í einu rakst einhver harkalega utan í hann, þannig að hann datt framfyrir sig og skall með höfuðið í marmaralagt gólfið í Kringlunni. Boltarnir skoppuðu í allar áttir, fjórar nánar tiltekið og hann rak upp örvæntingarfullt öskur, eins og maður sem hefði nýtýnt glórunni og væri dæmdur til að lifa að eilífu í Ópinu eftir Munch. Þegar hann hafði aðeins náð áttum leit hann við, ennþá liggjandi á gólfinu og sá þá að sökudólgurinn var sá sem hann hefði síst grunað að myndi fremja svona verknað. Já, þetta var Felix Bergsson.