*http://valinkunnurandansmadur.blogspot.com "Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur er á þeirri skoðun að kjósendur séu ekki heimskir. Ég skal ekkert fullyrða um það, en ég fékk rétt í þessu símtal frá einum heimskum kjósanda.

*http://valinkunnurandansmadur.blogspot.com

"Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur er á þeirri skoðun að kjósendur séu ekki heimskir. Ég skal ekkert fullyrða um það, en ég fékk rétt í þessu símtal frá einum heimskum kjósanda. Ef maður hringir í vitlaust númer, þá þrætir maður ekki við þann sem svarar um hvort númerið sé vitlaust eða ekki. Maður treystir dómgreind þess sem svarar í símann.

Önundr: Halló

Kvinna: Já halló

Önundr: Jájá, halló

Kvinna: Ég er að hringja hérna frá blómalagernum vegna sendingarinnar

Önundr: Þú ert þá að hringja í vitlaust númer. Ég kannast ekki við þetta.

Kvinna: Nei, sjáðu til. Þetta er hjá blómalagernum

(hvað á ég að segja? já alveg rétt, ég skildi orðið bara ekki þegar þú sagðir það í fyrra skiptið! nú man ég hvað lager er!)

Önundr: Já eins og ég segi, þú ert að hringja í vitlaust númer.

Kvinna: Ég fékk sko upplýsingar hjá honum Bjarna sem er ráðningarstjóri og hann sagði að ég ætti að hringja í þetta númer.

(Núnúnú? Sagði sjálfur Bjarni þetta, og hann er sko ekki vitlaus maður, ráðningarstjóri og allt! Ég hlýt bara að vera að rugla. Bíddu nú við jú, ég á í viðskiptum við blómalagerinn! Alveg rétt!)

Önundr: Þú fyrirgefur, en ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tala. Þetta er vitlaust númer.

Kvinna: Jaájá. Þú segir það vinur.

(Haaaa? Hver rækallinn, hún sagði þetta með vantrú í röddinni!)

Önundr: Já. Bless

Kvinna: Bless bless.

Það vantar ekki farsíma með myndavélum og rugli. Það vantar farsíma með búnaði til að setja höndina inn í svo maður geti löðrungað þann sem er á hinum enda línunnar." 27. apríl 11.27