"ÞETTA munaði ekki miklu. Við gáfum örlítið eftir þegar forystan var orðin góð og þeir nýttu sér það. Það þurfti í raun ekki mikið til að þeir kæmust af alvöru inn í leikinn á ný.

"ÞETTA munaði ekki miklu. Við gáfum örlítið eftir þegar forystan var orðin góð og þeir nýttu sér það. Það þurfti í raun ekki mikið til að þeir kæmust af alvöru inn í leikinn á ný. Sem betur fer tókst okkur að bæta í á ný," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn. ÍR lék flata vörn að þessu sinni, en framliggjandi í fyrri leiknum. "Vegna álags ákváðum við að leika flata vörn, enda erum við vanari því."

Ég er ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik - og markvarslan var fín. Sóknin var líka allt í lagi, þetta styður svo hvað annað, ef vörnin gengur vel fá menn aukið sjálfstraust og það skilar sér í sóknina líka," sagði Júlíus og ítrekaði að hann ætlaði að ná einu sæti lengra í ár en í fyrra en þá varð ÍR í öðru sæti.