Tengsl: Stundum skapast ákveðið samband á milli tölvu og notanda.
Tengsl: Stundum skapast ákveðið samband á milli tölvu og notanda.
Fólk hefur tilhneigingu til að gæða vélar mannlegum eiginleikum í huganum og getur tengst tölvum ákveðnum böndum þess vegna. Þetta er meðal niðurstaðna vísindamanna við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og greint er frá á fréttavef BBC .

Fólk hefur tilhneigingu til að gæða vélar mannlegum eiginleikum í huganum og getur tengst tölvum ákveðnum böndum þess vegna. Þetta er meðal niðurstaðna vísindamanna við Háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og greint er frá á fréttavef BBC.

Þetta samband fólks við tölvur kemur m.a. fram í því að það kýs eina tölvu fram yfir aðra, eins og t.d. í tölvuveri skóla. Þar endurspeglast einnig þörf fólks fyrir stöðugleika, að sögn vísindamannanna. Í rannsókninni var greind hegðun háskólanema sem notuðu 800 tölvur. Í ljós kom að ein eða tvær tölvur voru í uppáhaldi hjá sumum nemum og þeir sýndu þeim tryggð og biðu eftir þeim þótt aðrar væru lausar. "Við komum fram við tölvur eins og þær hafi tilfinningar, þrátt fyrir að við vitum innst inni að þær hafa verið forritaðar af mönnum," segir Shyam Sundar prófessor sem stýrði rannsókninni.

Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar hafa hagnýtt gildi fyrir tölvuframleiðendur og auglýsendur. Tölvur séu almennt markaðssettar sem hlutir sem nauðsynlegt sé að losa sig við þegar þeir eru orðnir of gamlir og þarf að endurnýja reglulega. "Betri markaðsfræði væri að lýsa tölvum sem einhverju áreiðanlegu sem endist, einhverju sem vex með manneskjunni," segir Sundar prófessor.