HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 36 ára karlmann í 40 þúsund kr. sekt fyrir að flytja inn frá Taílandi 120 mynddiska með klámmyndum.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 36 ára karlmann í 40 þúsund kr. sekt fyrir að flytja inn frá Taílandi 120 mynddiska með klámmyndum.

Í dómnum kemur fram að við tollskoðun hafi komi í ljós reikningar sem tilgreindu tegund og verð vörunnar en að þeim hafi ekki verið framvísað í aðflutningsskjölum.

Kvaðst hafa ætlað að nota myndirnar sjálfur

Í yfirheyrslu hjá lögreglu í október sl. kvaðst ákærði eingöngu hafa ætlað að flytja inn DVD-mynddiskana til eigin nota og fullyrti hann að hann ætlaði hvorki að dreifa þeim né selja. Í sendingunni reyndust vera 120 diskar sem höfðu að geyma 48 titla og voru því einn til þrír diskar af hverri tegund.

Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og sagði dómurinn að þótt brot hans væri ekki stórfellt og ekkert lægi fyrir um að hann hefði í hyggju að dreifa mynddiskunum í hagnaðarskyni.

Róbert R. Spanó, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Guðmundur Ágústsson hdl. og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara.