— Morgunblaðið/Jim Smart
Seltjarnarnes | Nemendur Mýrarhúsaskóla, foreldrar- og forráðamenn þeirra, kennarar og aðrir velunnarar þökkuðu fyrrverandi skólastjóra skólans, Regínu Höskuldsdóttur, gott starf í þágu skólans á liðnum árum í kveðjuveislu í gær.

Seltjarnarnes | Nemendur Mýrarhúsaskóla, foreldrar- og forráðamenn þeirra, kennarar og aðrir velunnarar þökkuðu fyrrverandi skólastjóra skólans, Regínu Höskuldsdóttur, gott starf í þágu skólans á liðnum árum í kveðjuveislu í gær.

Nemendur skemmtu veislugestum með söng, hljóðfæraleik og dansi, og foreldrafélag skólans bauð upp á veitingar í kveðjuveislu Regínu sem fór fram í Mýrarhúsaskóla.

Starfið forréttindi

"Ég er afskaplega þakklát foreldrunum og börnunum að vilja gera þetta," segir Regína. Hún óskaði skólastarfinu alls velfarnaðar. "Það hafa verið forréttindi að vera þarna í níu ár með yndislegu samstarfsfólki og nemendum," segir Regína, sem var mjög hrærð yfir þessari hugulsemi þeirra sem stóðu að veislunni.

Regína segir ekki ljóst hvað hún taki sér fyrir hendur núna, það verði tíminn að leiða í ljós.