HÖSKULDUR Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir ljóst að aukning farþega um flugstöðina sé mun meiri en áður hafði verið ráð fyrir gert.

HÖSKULDUR Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir ljóst að aukning farþega um flugstöðina sé mun meiri en áður hafði verið ráð fyrir gert.

"Núna fyrstu þrjá mánuði ársins erum við að sjá 20% aukningu á farþegum sem er sennilega það mesta sem við höfum heyrt af í Evrópu. Ég held að engin önnur flugstöð í Evrópu sé með eins mikla aukningu í farþegum og við erum með núna á síðustu mánuðum."

Höskuldur greindi frá fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum við flugstöðvarbygginguna á þessu ári og því næsta fyrir um 1.200 milljónir króna, á ráðstefnu um rekstur flugstöðva á Nordica hóteli í gær.

Aðspurður sagðist hann gera ráð fyrir að næsta stækkun flugstöðvarinnar yrði á árunum 2007-8.

Í erindi Stefáns Þórarinssonar, varaformanns Flugstöðvarinnar, kom fram að tekjur af rekstri Flugstöðvarinnar jukust úr 1.156 milljónum króna árið 1999 í 4.562 milljónir í fyrra eða um 395% á föstu verðlagi. Hagnaður af rekstri flugstöðvarinnar jókst á sama tíma um 149%, úr 368 milljónum króna í 547 milljónir. Þess má geta að árið 1999 var síðasta heila árið sem ríkisstofnunin FLE var við lýði.