Sasha
Sasha
HINN 19. maí næstkomandi ætlar hinn heimsfrægi Sasha að troða upp í Nasa á Party Zone kvöldi. Það er hægt að segja það tæpitungulaust að Walesverjinn Sasha er einn af fremstu plötusnúðum heims í dag en hann hóf feril sinn seint á níunda áratugnum.

HINN 19. maí næstkomandi ætlar hinn heimsfrægi Sasha að troða upp í Nasa á Party Zone kvöldi.

Það er hægt að segja það tæpitungulaust að Walesverjinn Sasha er einn af fremstu plötusnúðum heims í dag en hann hóf feril sinn seint á níunda áratugnum. Hann varð svo heimsfrægur er Renaissance gaf út blandplötu með honum, sem var ein sú fyrsta sinnar tegundar. Auk þess að hafa gert ógrynni slíkra platna (m.a. hinar þekktu Northern Exposure ásamt félaga sínum John Digweed) hefur hann endurhljóðblandað listamenn eins og Madonnu, Pet Shop Boys, Chemical Brothers, gusgus ásamt því að semja eigið efni.

Ný blandplata með Sasha, Involver, kemur út 14. júní á Global Underground merkinu.

Forsala fer af stað 5. maí