Afu Ra
Afu Ra
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BROADWAY Papar halda dansleik á mölinni. GAUKUR Á STÖNG Rapparinn Afu Ra, einn af meðlimum Gangstarr Foundation, spilar á Gauknum í kvöld en hip-hop-þátturinn Kronik stendur fyrir uppákomunni. Original Melody, Nafnlausir og Dj. Danni Deluxe hita upp.
BROADWAY Papar halda dansleik á mölinni.

GAUKUR Á STÖNG Rapparinn Afu Ra, einn af meðlimum Gangstarr Foundation, spilar á Gauknum í kvöld en hip-hop-þátturinn Kronik stendur fyrir uppákomunni. Original Melody, Nafnlausir og Dj. Danni Deluxe hita upp. Afur Ra á að baki tvær plötur, The Body of the life force og The Life force radio. Hann hefur selt um 500.000 eintök af plötum sínum sem telst gott þar sem hann er ekki gefinn út hjá stórum útgefendum. Afu Ra þýðir "Líkami lífsorkunnar" en hann hefur sagt að allt í hans lífi sé innblásið af asískri menningu. Kvöldið hefst kl. 20 og stendur til miðnættis. 18 ára aldurstakmark og 1.500 kr. inn.

GRANDROKK Djass- og blúshátíð hefst á Grandrokk. Hátíðin stendur alla helgina en þar koma fram innlendir og erlendir djass- og blúsistar. Í kvöld leikur Tríó Sigurðar Flosasonar, sem skipað er Sigurði, Þóri Baldurssyni og Jóhanni Hjörleifssyni. Tónleikarnir hefjast kl. 23.20.

NASA Guðmundur Jónsson heldur útgáfutónleika í tilefni af því að á dögunum gaf hann út sína fyrstu sólóplötu sem heitir Japl. Guðmundur er þekktastur fyrir að hafa verið aðallagasmiður Sálarinnar hans Jóns míns síðustu 15 árin. Eftir útgáfutónleikana stígur Todmobile á svið og skemmtir gestum á Nasa fram á nótt.

12 TÓNAR 5ta herdeildin leikur fyrir búðargesti kl. 17 í tilefni af útkomu plötunnar Áður óútgefið efni, sem inniheldur áður óútgefið efni.