FORSETI Suður-Afríku, Thabo Mbeki, þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir þróunaraðstoð við sunnanverða Afríku, sérstaklega þegar kæmi að aðstoð vegna fiskveiða, þegar hann nýverið tók við trúnaðarbréfi Benedikts Ásgeirssonar, sendiherra Íslands í...

FORSETI Suður-Afríku, Thabo Mbeki, þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir þróunaraðstoð við sunnanverða Afríku, sérstaklega þegar kæmi að aðstoð vegna fiskveiða, þegar hann nýverið tók við trúnaðarbréfi Benedikts Ásgeirssonar, sendiherra Íslands í Suður-Afríku.

Mbeki bauð Benedikt velkominn til Suður-Afríku í Pretoríu, höfuðborg landsins, á þriðjudag í síðustu viku. Hann sagði að lönd í syðri hluta Afríku hefðu verulegt gagn af aðstoð frá Íslandi, sér í lagi lönd eins og Mósambík sem hefði mjög langa strandlínu. Forsetinn sagði að Ísland væri að gera margt til að vinna gegn ójafnvægi á svæðinu sem væri mjög mikilvægt við framtíðarþróun svæðisins.