Karen  Burke
Karen Burke
KAREN Burke, enska landsliðskonan í knattspyrnu, er komin til liðs við kvennalið ÍBV á ný og leikur með því í sumar. Karen er 33 ára og var valin í lið ársins í úrvalsdeildinni í fyrra en hún lék þá 11 leiki og skoraði 5 mörk fyrir Eyjaliðið.

KAREN Burke, enska landsliðskonan í knattspyrnu, er komin til liðs við kvennalið ÍBV á ný og leikur með því í sumar. Karen er 33 ára og var valin í lið ársins í úrvalsdeildinni í fyrra en hún lék þá 11 leiki og skoraði 5 mörk fyrir Eyjaliðið. Í vetur hefur hún spilað með Fulham í ensku úrvalsdeildinni, og þá lék hún að nýju með enska landsliðinu eftir nokkurt hlé en með því á hún um 70 landsleiki að baki.

Þrír erlendir leikmenn með ÍBV

Þar með er ljóst að þrír af fjórum erlendum leikmönnum sem spiluðu með ÍBV í fyrra, þegar liðið varð í öðru sæti í deild og bikar, verða áfram með í ár. Skosku landsliðskonurnar Michelle Barr og Mhairi Gilmour leika áfram með liðinu en enski landsliðsmarkvörðurinn Rachel Brown er úr leik vegna meiðsla. Í hennar stað er komin Claire Johnstone frá Hibernian, varamarkvörður skoska landsliðsins. Þá hefur ÍBV fengið tvo öfluga íslenska leikmenn í sínar raðir. Bryndís Jóhannesdóttir er komin aftur til Eyja frá ÍR og Elín Anna Steinarsdóttir er komin til liðs við ÍBV frá Breiðabliki.